top of page

BARNASTARFIÐ

Barnakirkjan er á sunnudögum kl.13:00. Þar læra börnin söngva, fræðast um kristna trú og gott siðferði og leika sér saman.  Börnunum er yfirleitt skipt í aldurshópa og er dagskrá hvers hóps í samræmi við þroska og skilning, en vegna aðstæðna og fjölda eru þau höfð saman þetta misseri. 

 

Barnastarfið stendur frá september og fram undir lok maí. Dagskráin er fjölbreytt og stundirnar eru bæði skemmtilegar og fræðandi. Umsjá með barnastarfinu er í höndum fólks sem hefur mikla reynslu af kristilegu barnastarfi og kröftugum hópi úr unglingastarfi kirkjunnar. Ábyrgðarmenn eru Sigríður Schram, grunnskólakennari, Guðbjörg Hrönn Björnsdóttir  grunnskólakennari og Ásdís Margrét Rafnsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

location.png

Fossaleyni 14, 112 Grafarvogur 

Calendar.png

Sunnudaga kl.13:00 

group.png

Yngri: 2 - 8 ára

bottom of page