Kirkjan
Íslenska Kristskirkjan er lútherskur fríkirkjusöfnuður, viðurkennt skráð trúfélag og veitir meðlimum sínum alla almenna kirkjulega þjónustu svo sem skírn, fermingu, hjónavígslur og útfarir. Söfnuðurinn á bakgrunn sinn í samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem störfuðu í 21 ár sem leikmnannahreyfing innan þjóðkirkjunnar. Íslenska Kristskirkjan var stofnuð haustið 1997.
Kirkjan
Íslenska Kristskirkjan er lútherskur fríkirkjusöfnuður, viðurkennt skráð trúfélag og veitir meðlimum sínum alla almenna kirkjulega þjónustu svo sem skírn, fermingu, hjónavígslur og útfarir. Söfnuðurinn á bakgrunn sinn í samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem störfuðu í 21 ár sem leikmnannahreyfing innan þjóðkirkjunnar. Íslenska Kristskirkjan var stofnuð haustið 1997.
KIRKJAN
Kirkjan
Íslenska Kristskirkjan er lútherskur fríkirkjusöfnuður, viðurkennt skráð trúfélag og veitir meðlimum sínum alla almenna kirkjulega þjónustu svo sem skírn, fermingu, hjónavígslur og útfarir. Söfnuðurinn á bakgrunn sinn í samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem störfuðu í 21 ár sem leikmannahreyfing innan þjóðkirkjunnar. Íslenska Kristskirkjan var stofnuð haustið 1997.
Trú okkar
Kenningargrundvöllur kirkjunnar er hinn sami og annarra lútherskra safnaða. Við leggjum áherslu á endurlausnarverk Jesú Krists og þá fyrirgefningu sem okkur hlotnast fyrir trúna á hann og að allir menn verði að eignast lifandi trú. Við leggjum áherslu á mikilvægi Biblíunnar sem heilagrar ritningar og að í henni birti (opinberi) Guð okkur syndugum mönnum vilja sinn og sýni okkur leiðina til hjálpræðis og helgunar í daglegu lífi. Við trúum því að Biblían sé innblásin af Heilögum anda og þannig einstök sem Orð Guðs og æðsta viðmiðun í öllu er varðar trú og breytni. Við leggjum áherslu á verk Heilags anda og mikilvægi náðargjafa hans eins og þeim er lýst í Nýja testamentinu.
Prestshjónin
Ólafur H. Knútsson er prestur safnaðarins og annast hann allar kirkjulegar athafnir svo sem skírn, heilaga kvöldmáltíð, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Ólafur er fæddur á Sauðárkróki 1962. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi 1983, útskrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins 1989 og hefur starfað í lögreglunni í Reykjavík í tæp 30 ár sl. 10 ár sem varðstjóri í umferðardeild LRH. Hann hefur sótt ýmis námskeið á vegum lögreglunnar m.a. námskeið í félagastuðningi og sótt Dale Carnegie námskeið. Hann var einn vetur í biblíuskóla hjá Konungsgarði.
Lísa María Jónsdóttir, eiginkona Ólafs, er fædd á Akureyri árið 1962 og er leikskólakennari að mennt. Hún starfaði sem slík í 16 ár, þar af sem leikskólastjóri í 4 ár. Hún hefur sinnt sálgæslu og var einn vetur í biblíuskóla hjá Konungsgarði. Þau hjónin hafa tekið virkan þátt í starfi kirkjunnar og verið meðlimir hennar frá árinu 1999. Þar hafa þau ásamt öðru góðu fólki séð um hjónanámskeið, staðið fyrir uppeldisnámskeiði og unnið við Alfa námskeið á vegum kirkjunnar. Ólafur og Lísa María eiga fjögur uppkomin börn og 4 barnabörn. Þau hafa einnig tekið reglulega börn í fóstur og hafa bæði lokið Foster Pride námskeiði á vegum Barnaverndarstofu.