top of page

​ÉG ER NÝR

Kirkjan

Að koma í fyrsta skiptið í nýja kirkju getur stundum verið svolítið yfirþyrmandi. Ef þetta er í fyrsta skiptið sem þú kemur í kirkjuna, þá gætir þú haft margar spurningar, t.d. hvenær eru samkomur, er lofgjörð, er barna eða unglingastarf o.fl. Þessi síða er því góður upphafspunktur með svörum við spurningum sem þú gætir verið að velta fyrir þér. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar, ekki hika við að hafa samband við okkur.

  • Hvenær eru samkomur?
    Almennar samkomur eru á sunnudögum kl. 13:00. Unglingasamkomurnar eru á föstudögum kl. 20:00
  • Hvar er kirkjan staðsett?
    Íslenska Kristskirkjan er staðsett í Fossaleyni 14, 112 Reykjavík, sömu götu og Egilshöll.
  • Er barna eða unglingastarf?
    Já, það er barnastarf á almennum samkomum á sunnudögum kl. 13:00 og unglingasamkomur á föstudögum kl. 20:00.
  • Hvernig kirkja er Íslenska Kristskirkjan?
    Íslenska Kristskirkjan er lútherskur fríkirkjusöfnuður, viðurkennt skráð trúfélag og veitir meðlimum sínum alla almenna kirkjulega þjónustu svo sem skírn, fermingu, hjónavígslur og útfarir. Söfnuðurinn á bakgrunn sinn í samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem störfuðu í 21 ár sem leikmnannahreyfing innan þjóðkirkjunnar. Íslenska Kristskirkjan var stofnuð haustið 1997.
  • Hvernig skrái ég mig í kirkjuna?
    Það er gert rafrænt með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, með því að smella á neðangreinda vefslóð. Einnig getur þú prentað út umsóknina, fyllt hana út og farið með til Þjóðskrár, Borgartúni 21. Athugið að sér eyðublað er fyrir þá sem eru 12 - 16 ára, en þá verða báðir foreldrar/forsjáraðilar að undirrita. Fullorðnir skrá sig í trú-og lífsskoðunarfélag rafrænt með Íslyki eða rafrænum skilríkjum - eyðublað A- 280 Eyðublað A-281 er fyrir þá sem eru 12 – 16 ára, en þá verða báðir foreldrar/forsjáraðilar að undirrita umsóknina.
bottom of page