top of page

“Ég þarf ekki að tilheyra neinum söfnuði”


Þessi yfirlýsing er ekki bara ákveðin fullyrðing hjá mörgu ungu fólki í dag, heldur líka hjá fullorðnu fólki sem er komið á efri ár og hefur orðið fyrir vonbrigðum með reynslu sína af safnaðarstarfi. Samt er þessi yfirlýsing mjög frábrugðin því sem kom fram bæði frá gyðingum og kristnum fyrir mörgum öldum síðan. Á þeim tíma sem sem þessi hugmynd um að vera hluti af söfnuði kom fram, þá var hún ekki byggð á persónulegum skilningi um það hvað hann eða hún þarfnaðist, heldur á því hvers Guð krafðist.

Skilningur á Guði var sá að hann væri “hinn mikli konungur” sem allir þyrftu að óttast. Já, Hann er kærleiksríkur, en það að hunsa vilja hans var álitið mjög varhugavert. Þannig að hugmyndin var almenn varðandi það að ef einhver væri blessaður af Guði og væri undir vernd hans, þá væri afar farsælast að finna út hver vilji hans væri með líf viðkomandi, og laga það að hans vilja. Spurningin var ekki “hvers þarfnast ég” heldur “hvers krefst Drottinn af mér?

Hver sá sem les Nýja testamenntið með sanngjörnum hætti getur ekki horft fram hjá því, að Guð krefur alla þá sem segjast vera fylgjendur Jesú Krists til að skuldbinda sig söfnuði, þar sem þeir eiga að heyra undir hæfa safnaðaröldunga (stjórn), sem eru hirðar og umsjónarmenn þeirra (1 Pét 5: 1-5). Við getum byrjað á því að nefna alla þá texta sem tala um ábyrgð safnaðarmeðlima gagnvart öldungunum, allt frá því að lúta stjórn þeirra, (Heb 13: 7, 17), þiggja leiðsögn þeirra (1 Tím 3; Tít 1) og þjálfast upp í gjöfum andans í samhengi safnaðar, þar sem öldungarnir hafa tekið að sér ábyrgð á fólkinu með yfirsýn, umsjón og dómgreind sinni (1 Kor 12, 14).

Þar fyrir utan ætti enginn að ákvarða raunverulegar þarfir safnaðarins án opinberunar frá Guði. Það er líkt og með bíl. Okkur finnst hann ganga fínt. Sú hugmynd að ég þurfi að fara með hann reglulega á verkstæði  til að láta yfirfara hann virðist ekki vera nauðsynleg. Ég horfi framhjá almennum ráðleggingum og allt virðist ganga smurt fyrir sig, þar til að einn daginn stöðvast mótorinn og ég þarf að láta draga mig á verkstæðið - og mér er sagt að ég þurfi nýja vél.

Hvað sem því líður, eins og Guð sér okkur – og samkvæmt hans skilgreiningu á þörfum okkar, þá þörfnumst við sannarlega þess að lifa safnaðarlífi og í umsjón öldunga. Hér eru ástæðurnar:

  1. Guð væntir þess að við gefum okkur undir öldunga sem við erum ábyrg gagnvart, svo að við mættum fá kennslu og vaxa upp í það að vera eftirmynd Messíasar. Ég veit ekki um neinn sem hefur lýst yfir trú og upp frá því farnast vel á trúargöngunni án þess að tilheyra söfnuði. Vegna þess að í uppgangi og dýfum í sameiginlegum söfnuði, í fyrirgefningu, skuldbindingu og þjónustu, þá vöxum við. Við þörfnumst safnaðar til að uppfylla kröfur Biblíunnar um það að fylgja og samræmast Jesú. Við þörfnumst safnaðar til að þroska persónuleika okkar – til að vaxa sem einstaklingar.

  2. Við þörfnumst safnaðar til að þjálfa gjafir okkar og vaxa í Andanum.

  3. Við þörfnumst safnaðar til að leiða fram sameiginlega lofgjörð frammi fyrir Guði. Þetta er bæði okkar ábyrgð sem hluti af sameiginlegu musteri Hans, og sú ábyrgð sem fylgir því að vera milligöngumaður í hans prestastétt.

  4. Við þörfnumst safnaðar til kennslu og leiðbeiningar frá þeim sem hafa öðlast það sem við höfum ekki hlotið. Þetta felur í sér allt frá hjónabandi og fjölskyldulífi, til presónulegrar tilbeiðslu og bænar. Auk þess segir Biblían að Guð hafi gefið okkur fimm tegundir af hæfileikaríku fólki; lærisveina, spámenn, trúboða, presta og kennara, til að undirbúa okkur fyrir þjónustuhlutverkið (Efes 4: 11). En þeir geta ekki undirbúið okkur ef við erum ekki í neinum söfnuði og göngumst ekki undir þeirra hæfileika og náðargáfur til að gera okkur hæf til sérhvers góðs verks.

  5. Við þörfnumst safnaðar til að uppfylla fyrirskipun (fyrirmæli) Guðs og til að ganga í ótta hans (virðingu fyrir honum), og að vera fullviss um blessun hans yfir líf okkar. Ef við lifum í almennri óhlýðni á þessu sviði, þá getum við ekki búist við að hann leggi blessun sína yfir líf okkar.

Lausleg þýðing ÓHK úr grein sem birtist í reviveisrael.org janúar 2017

0 comments

Recent Posts

See All

Kommentare


bottom of page