top of page

Að vera góðilmur Krists


„Því að Guði til dýrðar er ég ilmur sem flyt Krist bæði til þeirra sem frelsast og til þeirra sem glatast. Þeim sem glatast er ég banvænn daunn til dauða, hinum lífgandi ilmur til lífs. Og hver er til þessa hæfur? Ekki er ég eins og hinir mörgu er pranga með Guðs orð heldur flyt ég það af hreinum huga frá Guði frammi fyrir augliti Guðs með því að ég er í samfélagi við Krist“.  2. Kor 15-17.

Við íslendingar höfum átt góðu sumri að fagna nánast um allt land og fallega landið okkar blómstrað í blíðunni. En við fögnum líka vætunni sem er mikilvæg fyrir gróðurinn. Þá finnum við líka ilminn af grasinu og trjánum svo vel. Það minnir mig á fyrrgreind vers í Korintubréfi Páls, þar sem hann segir að við eigum að vera góðilmur Krists, góðilmur trúarinnar. Þegar Rómverjar unnu stóra sigra þá sýndu rómversku hershöfðingjarnir fangana og dýrgripi þá er þeir tóku herfangi, með því að brenna reykelsi á meðal þeirra, fyrir “guðina”. Fyrir sigurvegarana (Rómverjana) var ilmur þessi “sætur” en fyrir fangana, þegar þeir gengu fylktu liði um göturnar í hlekkjum sínum, var ilmurinn tákn þrælkunar og dauða – upplifun þeirra hafði aðra merkingu.

Hins vegar bera trúaðir kennsl á lífgefandi góðilm fagnaðarerindisins. Þegar við prédikum fagnaðarerindið, eða segjum öðrum frá trúnni, þá eru það góðar fréttir fyrir suma, en fyrir aðra er það fráhrindandi boðskapur. Sérstaklega fyrir þá sem eru vantrúaðir eða guðlausir. Fyrir þá gæti boðaskapurinn virkað sem ódaunn, líkt og dauði – þeirra  andlegi dauði. Við þurfum að minnast þessa þegar við tölum út Guðs orð, en leggja áherslu á að “Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð” líkt og Páll sagði. Vegna þess sigurs sem Kristur vann á krossinum erum við frjáls, en ekki þrælar. Allar sem trúa á frelsisverk Hans eiga þetta frelsi og geta verið góðilmur fyrir marga.  2. Kor 15-16.

0 comments

留言


bottom of page