top of page

Getum við treyst Biblíunni?

Þú og ég vitum að það er margt fólk í heiminum sem hafnar trúverðugleika Biblíunnar – og sem áhrifavaldi í lífi okkar. En hefurðu íhugað að sumir þeirra eru kristnir? Margt trúað fólk gerir þetta óafvitandi eða óviljandi þegar það velur hvaða hluta í Biblíunni það tekur trúanlega og hverju það vill ekki trúa. Það í raun afskrifar ákveðna hluta hennar. En sannleikurinn er sá að Biblían er nákvæmlega – og að öllu leyti Orð Guðs – talað til - og í gegnum sendboða Hans í tímans rás og skiptir máli fyrir allar kynslóðir. Þetta er stórfengleg leið Guðs til að ná til heimsins og allt sem hann sagði, eða segir, er sagt af ásettu ráði.


2 Tím 3: 10-17 „Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði, í ofsóknum og þjáningum, slíkum sem fyrir mig komu í Antíokkíu, í Íkóníum og í Lýstru. Slíkar ofsóknir þoldi ég, og Drottinn frelsaði mig úr þeim öllum. Já, allir, sem lifa vilja guðrækilega í samfélagi við Krist Jesú, munu ofsóttir verða. En vondir menn og svikarar munu magnast í vonskunni, villandi aðra og villuráfandi sjálfir. En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks.


Við getum ekki tekið hluta úr Biblíunni eða slitið hana úr samhengi án þess að eiga það á hættu að breyta merkingu hennar. Áskorunin er að reyna að setja hana í samhengi og skilja ásetning og vilja Guðs. Til þess þurfum við að lesa hana og samtímis biðja Guð um að opinbera okkur orðið og merkingu þess. Í versi 16 sjáum við að Biblían segir að sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm. Það þýðir að sérhver hluti hennar er ritaður með ákveðinn tilgang í huga. Það er því sama hvaða hluta við erum að lesa. Við þurfum að veita aðliggjandi versum athygli (versum sem standa í samhengi við tiltekið vers) til að skilja merkinguna, sögulegt samhengi ritsins – eða bókarinnar í heild, og til hverra þau eru töluð.


Velur þú hvaða hluta Biblíunnar þú vilt trúa og fylgja? Þá er mikilvægt að hafa hugrekki til að spyrja HA, biðja hann um að sýna þér hvaða hluta þú hefur sett til hliðar – og hjálpa þér til að treysta góðum ásetningi og vilja Guðs með Orðinu. Biðja HA að opinbera fyrir þér orðið!

Ef þú ert að vinna að ákveðnu verkefni í vinnunni eða fyrir skólann, þá reynir þú að leita að áreiðanlegum upplýsingum og fróðleik og veltir fyrir þér hversu trúverðugar þær upplýsingar eru – er það ekki? Það væri hægt að beita sömu nálgunaraðferð við Biblíuna. Við getum treyst Biblíunni, vegna þess að:


Heilagur andi er alvitur. „Þegar hann kemur, mun hann sanna heiminum, hvað er synd og réttlæti og dómur,9syndin er, að þeir trúðu ekki á mig,10réttlætið, að ég fer til föðurins, og þér sjáið mig ekki lengur,11og dómurinn, að höfðingi þessa heims er dæmdur.12Enn hef ég margt að segja yður, en þér getið ekki borið það nú.13En þegar hann kemur, andi sannleikans, mun hann leiða yður í allan sannleikann. Hann mun ekki mæla af sjálfum sér, heldur mun hann tala það, sem hann heyrir, og kunngjöra yður það, sem koma á.“ Jóh 16: 8-13


Jesús lýsir því yfir að Heilagur andi Guðs muni koma inn í heiminn, ekki bara til að kenna okkur um synd, réttlæti og dóm, heldur líka til að leiða okkur í allan sannleika um samband okkar við Guð, lífið og tilveruna.

Það er Guðs alvitri Andi sem kom skilaboðum hans á framfæri í gegnum fullkomið Orð hans, sem við þekkjum sem Biblíuna.


Heilagur andi fyllti ritara Biblíunnar andagift. Líkt og kom hér að framan þár er öll Ritningin innblásin af Guði, þar sem HA kallaði og leiddi meira en 40 ólíka einstaklinga til að rita hið óskeikula Orð, yfir 1500 ára tímabil.


Heilagur andi leiðbeinir líka lesendum. „En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs.11Hver meðal manna veit hvað mannsins er, nema andi mannsins, sem í honum er? Þannig hefur heldur enginn komist að raun um, hvað Guðs er, nema Guðs andi.12En vér höfum ekki hlotið anda heimsins, heldur andann, sem er frá Guði, til þess að vér skulum vita, hvað oss er af Guði gefið.13Enda tölum vér það ekki með orðum, sem mannlegur vísdómur kennir, heldur með orðum, sem andinn kennir, og útlistum andleg efni á andlegan hátt.14Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er, því að honum er það heimska og hann getur ekki skilið það, af því að það dæmist andlega.“

Þessi vers Páls minna okkur á að HA opinberar sannleikann fyrir okkur og hjálpar okkur að skilja Ritninguna. Án Heilags anda getum við ekki náð utan um eða skilið andlega hluti.

Við getum svo sannarlega þakkað fyrir að orð Guðs er áreiðanlegt. Ég er það alla vega. Við höfum áreiðanlegar frásögur og vitnisburði í Ritningunni um kærleiksríkan Guð, sem við getum sett trú okkar og von á – og treyst. 1 Kor 2: 10-14

„Þér hafið hreinsað yður með því að hlýða sannleikanum og berið hræsnislausa bróðurelsku í brjósti. Elskið því hver annan af heilu hjarta.23Þér eruð endurfæddir, ekki af forgengilegu sæði, heldur óforgengilegu, fyrir orð Guðs, sem lifir og varir.24“Því að: Allt hold er sem gras og öll vegsemd þess sem blóm á grasi; grasið skrælnar og blómið fellur.”25En orð Drottins varir að eilífu. Og þetta orð er fagnaðarerindið, sem yður hefur verið boðað.“ 1 Pét 1: 22-25


Það er auðveldara að finna „breiða veginn“ og fara hann heldur en „þröngan stíg trúarinnar“. Í rauninni, nema þú hafir tekið meðvitaða ákvörðun til að forðast hann, er það vegurinn sem þú munt ganga. Flestum líkar vel þessi breiði vegur vegna þess að hann er þægilegur, nokkuð auðveldur og menningarlega viðurkenndur – viðurkenndur af samfélaginu.

En það sem fólki, sem velur breiða veginn, yfirsést er að hann leiðir okkur ekki endilega til lífs. Öll „fyrirheit“ þess vegar, um að hann veiti okkur ánægju og fullnægju í lífinu, endar yfirlett í vonbrigðum, vegna þess að það er lífsganga án Guðs. Hins vegar er „hinn þröngi vegur“ varðaður leiðbeiningum Guðs og vilja hans fyrir líf þitt.


Í Matt 7:14 þegar Jesús var að tala um valmöguleika okkar þá sagði hann: „Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, ..." Hver er þessi þröngi vegur? Það er „vegurinn, sannleikurinn og lífið“ – með öðrum orðum Jesús sjálfur (Jóh 14:6). Þeir sem ákveða að fara inn um hlið hins þrönga vegs trúarinnar á Krist finna til friðar og gleði vegna sambandsins við hann, sem sannarlega seður sálina og fyllir þetta tómarúm mannshjartans. Hvorn veginn mundir þú segja að þú ferðaðist um í dag? Þröngi vegurinn er ekki alltaf auðveldur, en þar finnum við fullkomna gleði, fullkominn frið og réttlæti!


„Kunnan gjörir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Sálm 16:11

„Því að hann er vor friður. Hann gjörði báða að einum og reif niður vegginn, sem skildi þá að, fjandskapinn milli þeirra.“ Efes 2:14

„Honum er það að þakka að þér eruð í samfélagi við Krist Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn.“ 1 Kor 1:30


Og ef við veljum Jesú, þá gefur hann fyriheit um að hann muni vera með okkur alla daga, allt til enda veraldar – og taka okkur með inn í eilífa lífið með sér.


0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page