top of page

Hvað vantar í líf okkar?

Tilgangur, merking og ástæða þess að vera lifandi vera – þetta eru allt hlutir sem við þráum að skilja og erum í stöðugri leit að svörum við þessum vangaveltum í lífinu. Þrátt fyrir þau skref sem hvert og eitt okkar tekur í leitinni að tilgangi og merkingu lífsins, þá finna margir fyrir tómleika og ófullnægju. Það er vegna þess að það er andlegur tómleiki í lífi eins og sérhvers. Við höfum gat í hjarta okkar, andlegt tómarúm, djúpt í hjarta okkar – einhvers konar tómarúm sem Guð skapaði okkur með – rými sem Hann vill fylla.

Auður eða ríkidæmi mun ekki fylla upp í þetta tómarúm, né heldur velgengni. Sambönd ein og sér geta heldur ekki fullnægt þessari tómleikatilfinningu og siðalögmál í sjálfu sér missa hrapalega marks við að fylla upp í þetta rými. Í rauninni, þá geta trúarbrögð ekki heldur fyllt tómið í hjörtum okkar.

Það er aðeins ein leið til að fylla þetta tómarúm með árangursríkum hætti. Sú leið mun ekki bara hjálpa okkur til að eignast líf í fullri gnægð hér á jörinni, heldur – og það sem meira er um vert – mun það veita okkur fullkomna von til þess að eyða eilífðinni í nærveru Drottins.

Í Postulasögunni 4:12  segir: “Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur.” Margt fólk bregst neikvætt við þeirri staðreynd, að það er ekkert annað nafn en Jesús Kristur sem við getum kallað á, okkur til frelsunar og hjálpræðis. Þó er þetta ekkert sem kirkjan sjálf ákvað að skyldi vera, heldur er þetta byggt á sérstakri kennslu Jesú og hans eigin orðum (Jóh 14:6). Ef Guð útnefndi Jesú til að vera frelsari heimsins, þá getur enginn verið jafningi hans.

Kristnir eiga að vera með opinn og gagnrýninn huga fyrir mörgum málefnum þessa heims, en ekki fyrir því hvernig við frelsumst frá syndinni. Enginn annar trúarlegur kennari gat dáið fyrir syndir okkar, enginn annar trúarleiðtogi kom til jarðarinnar sem sonur Guðs; enginn annar trúarlegur leiðtogi, eða spámaður, hefur risið upp frá dauðum. Þess vegna er Jesús það nafn sem er öllu æðra! Við eigum að einbeita okkur að samfélaginu við hann, þann sem Guð undirbjó og sendi, sem leið fyrir okkur til að eiga eilíft samband við sig.

Það er ekkert annað nafn, né önnur leið fær! Áður en við getum að sönnu og fullu meðtekið þessar góðu fréttir, verðum við að gera okkur grein fyrir að það eru vondar fréttir líka, sem er alvarlegt vandamál sem við öll þurfum að glíma við.

Vandamálið: Synd = að missa marks! Biblían staðfestir okkar alvarlega vandamál, svo ekki verður um villst, að það er syndin í lífi okkar. Synd er ekki bara einhver athöfn heldur raunverulegt eðli okkar. Með öðrum orðum, þá erum við ekki syndarar vegna þess að við syndgum. Heldur syndgum við vegna þess að við erum syndarar. Við erum fædd með það eðli að gera rangt. Davíð konungur, gamall ísraelskur stjórnandi á tímum Gamla testamenntisins, ritaði, “Sjá, sekur var ég, er ég varð til, syndugur, er móðir mín fæddi mig.” (Sálm 51:5). Af því að við erum fædd sem syndarar, þá birtist syndin okkur náttúrulega – hún virðist okkur eðlislæg. Þess vegna er gagnslaust að halda að svörin við öllum vandamálum lífsins komi “innan frá.” Samkvæmt Biblíunni, þá er vandamálið hið innra.

Fylgstu með framhaldi þessa pistils, sem mun birtast viku síðar. Guð blessi þig og varðveiti!

0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page