top of page

Á hverju byggir þú vegferð þína?

"Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut. " Sálm 143:10.


Bæn Davíðs konungs var ákall til Guðs um að hann mætti læra að gera vilja hans. Ósk um leiðsögn Heilags anda - þ.e. bænaákall til Guðs, verður sjálfhverf og eigingjörn, ef hún felur ekki í sér viðurkenningu á krafti Guðs til að leiðrétta stefnu okkar í lífinu og umbreyta því - okkur til góðs. Að biðja Guð um að hjálpa okkur við að endurskipuleggja og forgangsraða upp á nýtt í lífi okkar vekur okkur til meðvitundar og örvar vilja okkar til að huga að því sem hamlar lífsgæðum okkar á einhvern hátt. Þar skipta litlu hlutirnir í lífi okkar miklu máli, "því margt smátt gerir eitt stórt". Meðfylgjandi mynd er tekin af torginu í miðbæ Aosta á Ítalíu. Þar gefur að líta steinhlaðnar götur og torg, sem er einkennandi fyrir þetta yndislega land. Þetta hefur kostað mikla yfirlegu, nákvæmnisvinnu, þolgæði og þrautseigju, til að ná þessu sléttu. Nákvæmlega þannig þurfum við að líta á líf okkar! Þó að ævin sé skammvinn og enginn veit hvenær "kallið" kemur, þá er lífið langhlaup sem við þurfum að vinna að á hverjum degi. Við getum ekki breytt fortíðinni og við sjáum ekki inn í framtíðina, en það sem þú gerir í dag, leggur grunn að góðum morgundegi - "stein fyrir stein" - og framtíð þín verður gifturík. Guð segir líka í orði sínu: "Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta." Ok 3: 5-6. Guð gefur hvergi loforð um að lífið verði slétt og fellt, að það verði auðvelt. Hins vegar gefur hann fyrirheit um að hann muni

aldrei yfirgefa þig! Hann mun ryðja þér braut og gera "stigu þína slétta" með því að gefa þér styrk, úthald og þrautseigju til að takast á við allar þær áskoranir sem þú mætir í lífinu. Orð hans er uppörvandi boðskapur sem veitir okkur von, gleði og frið - óháð kringumstæðunum.

Guð gefi þér góðan dag og megi Andi hans leiða þig og blessa!

0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page