top of page

Óður til gleðinnar

Verið ætíð glöð. Biðjið án afláts. Þakkið alla hluti því að það er vilji Guðs með ykkur í Kristi Jesú. 1 Þess 5: 16-18


Gleði, þakklæti og bænir okkar ættu ekki að sveiflast í takt við tilfinningar okkar eða kringumstæður. Að fara eftir þessum þremur fyrirmælum Páls postula – að vera glaður/glöð, biðja stöðugt og vera þakklát – gengur oft þvert á okkar eðlislægu tilhneigingu.

Þegar við tökum meðvitaða ákvörðun um að gera það sem Guð segir, þá munum við sjá fólk með öðrum augum en okkur er tamt að gera. Við sjáum það með augum Guðs, með kærleika, góðvild og virðingu. Þegar við hegðum okkur og framvæmum eftir orðum hans, þá eigum við auðveldara með að vera glöð og þakklát. En það er vilji Guðs með okkur í Kristi Jesú.


Við getum að sjálfsögðu ekki verið allan tíman á hnjánum, en það að mögulegt (og mikilvægt) að hafa jákvæða afstöðu til bænarinnar. Þetta viðhorf byggjum við upp með því að viðurkenna traust okkar á Guði, gera okkur grein fyrir því að nærvera hans er innra með okkur og við tökum meðvitaða, upplýsta ákvörðun, um að fylgja hans leiðsögn að fullu.

Þá mun það verða okkur eðlislægt að biðja oft – án afláts – og eiga þetta samtal við lifandi Guð öllum stundum. Stutt, sjálfsprottið, hnitmiðað samtal við Guð viðheldur þakklæti og gleði. Það er svo margt sem við getum þakkað fyrir og við ættum að setja fókusinn á það. Þannig fyllist hjarta okkar gleði. Þetta á þó ekki að koma í staðinn fyrir okkar reglulegu bænastundir, heldur vera ávöxturinn af þeim stundum.


Hefur þú einhvern tíman upplifað þreytu við að biðja lengi fyrir einhverju, eða einhverjum? Páll segir að trúað fólk ætti aldrei að hætta að biðja. Seigla í bæn er tjáning okkar á því að Guð heyrir bænir og svarar þeim - fyrir rest. Trúin á ekki að fjara út við það að Guð sé seinn til svara, vegna þess að biðin eftir bænasvarinu getur verið hans vilji með líf okkar. Þegar þú verður þreytt/ur á því að biðja, mundu þá að Guð er nálægur og alltaf að hlusta, alltaf að svara – á þann hátt sem Hann telur best.


Páll er ekki að segja að við eigum að þakka Guði fyrir allt sem kemur fyrir okkur, heldur þakka honum í öllum okkar kringumstæðum. Hið illa kemur ekki frá Guði, þannig að við eigum ekki að þakka honum fyrir það. En þegar hinn illi gerir atlögu að okkur, þá getum við samt verið þakklát fyrir nærveru Guðs – og fyrir það góða sem hann mun framkvæma í gegnum þá ógæfu eða neyð sem dynur á okkur. Trú er traust! Trú er að treysta Guði, þrátt fyrir slæmar kringumstæður og erfiðleika, sem við sem manneskjur þurfum að takast á við í lífinu.


„Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.“ Fil 4:13.


Guð gefi þér góðan dag og megi hann svara bænum þínum!


0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page