ALMENNAR SAMKOMUR

Guðsþjónustur og samkomur safnaðarins eru haldnar á sunnudögum

Barnakirkja hefst kl. 13:00 en það eru sér stundir fyrir börn frá 0 - 12 ára. Börnunum er skipt í aldurshópa og fá þau fræðslu við sitt hæfi. Áhersla er lögð á fjölbreytta og skemmtilega samveru þar sem foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að taka virkan þátt í stundinni. Almenn samkoma með lofgjörð og fyrirbænum hefst síðan eftir sameiginlega samveru í salnum, þegar börnin fara í sína hópa.

Fyrirkomulag á guðsþjónustum okkar og samkomum er frjálslegra en fólk er yfirleitt vant í þjóðkirkjunni. Prestur okkar klæðist ekki hempu. En á hátíðum og við sérstakar athafnir og tækifæri svo sem heilaga kvöldmáltíð, skírn, fermingar, hjónavígslur og útfarir klæðist hann ölbu (hvítri skikkju) og stólu. Tónlistin í krikjunni er nútímaleg og fólk hvatt til að njóta þess sem fram fer, lofa Guð í einlægni og eins og því er eðlilegt, t.d. með því að standa upp undir lofgjörðinni. Ræður eru blátt áfram og lausar við skúrðmælgi og miða að því að fólk skilji boðskapinn og geti hagnýtt sér hann í daglegu lífi.

location.png

Fossaleyni 14, 112 Grafarvogur 

Calendar.png

Sunnudaga kl.13:00