top of page

UNGLINGASTARFIÐ

UNIK er Unglingastarf Íslensku Kristskirkjunnar. Starfið er fyrir alla frá 13 ára aldri sem vilja hittast og eiga samfélag við Guð og hvert annað. Hópurinn hittist öll föstudagskvöld kl. 20, ýmist í Kristskirkjunni, eða í heimahúsi. Hver hittingur er auglýstur á samfélagsmiðlum kirkjunnar.

Starfið er fullt af gleði og kærleika. Við lofum Guð saman, fáum uppbyggilega fræðslu, lesum Biblíuna, biðjum og skemmtum okkur saman

Á hverju sumri er farið á einstaklega skemmtilegt mót á austurlandi sem kallast VISBÓ. Þetta er vikulangt mót á Eyjólfsstöðum sem er gistiheimili í eigu kirkjunnar rétt fyrir utan Egilsstaði. Þetta mót er af flestum talið hápunktur starfsins og er viðburður sem enginn má missa af. Á vorin er svo haldið MINIBÓ mót og stendur það yfir eina helgi. Á svona mótum þjappast hópurinn saman, við kynnumst nýju fólki, fáum dýpri og meiri fræðslu ásamt því að syngja, lofa Guð, hlæja og skemmta okkur saman


Láttu sjá þig, við tökum vel á móti þér!

location.png

Fossaleynir 14, Grafarvogur 

Calendar.png

Föstudagar kl. 20

group.png

Aldursviðmið: 13-18 ára

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram
  • Spotify

Viltu senda okkur línu eða ert þú með frekari spurningar fyrir unglingastarfið?

Takk! Skilaboðin eru móttekin.

bottom of page