top of page

Orð eru til alls fyrst


Samskipti og tjáskipti: eru orð sem fela í sér hugsun – fyrirætlun, og móta örlög eða hlutskipti fólks.

Jesús kennir okkur mikilvægi þess að eiga samskipti við aðra. Tjáskipti eru þungamiðjan í samskiptum fólks og getur mótað fyrirætlun og skapað örlög þess. Það sem stendur í OK18:21 “Dauði og líf eru á tungunnar valdi, og sá sem hefir taum á henni,  mun eta ávöxt hennar.” er samhljóða því sem mesti leiðtogi heims hjálpar okkur til að skilja - að orð bera með sér ýmist líf eða dauða.

Kristnir leiðtogar meiga aldrei gleyma því valdi sem býr í orðum þeirra. Guð skapaði heiminn með orðum (Gen 1.2). Hann viðheldur sköpun sinni með orði sínu (Heb 1: 3).  Hann jafnvel framkvæmir kraftaverk með notkun orða (Róm 4:17) Og það sem meira er, Guð skapaði okkur til að framkvæma hluti og ná markmiðum okkar með skynsamri notkun orða okkar. Þannig höfum við bænina, fyrirbænir, kennslu, fræðslu os.frv?

Matt 12: 33-37  

“Annaðhvort er tréð gott og ávöxturinn góður eða tréð vont og ávöxturinn vondur.  Því af ávextinum þekkist tréð.  Þér nöðru kyn, hvernig getið þér, sem eruð vondir, talað gott? Af gnægð hjartans mælir munnurinn. Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði, en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. En ég segi yður: Hvert ónytjuorð, sem menn mæla, munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi.  Því að af orðum þínum muntu sýknaður, og af orðum þínum muntu sakfelldur verða.”

  1. Orð eru máttug og fela í sér ákv kraft (v. 33-37).

  2. Orð opinbera persónueinkenni okkar (v. 33-35).

  3. Orð ákvarða um sýknu okkar og dóm (v. 36-37).

  4. Orð gefa af sér ávöxt, bera með sér líf (v. 33,35,36).

  5. Orð móta örlög okkar, forma hlutskipti okkar (v. 37).

Það felst mikil ábyrgð í því sem við segjum- ekki síst hvað snertir boðun Fagnaðarerindisins.  Jesús minnir okkur á að það sem við segjum opinberar hjarta okkar.  Hvers konar orð koma frá þínum munni?  Er það blessun og líf – eða eitthvað allt annað?  Það sem við segjum er vísbending um það sem er hið innra, hvernig hjarta okkar er ástatt. Við getum samt sem áður ekki leyst vandamál hjarta okkar sjálf með því að hreinsa tungu okkar. Við verðum að leyfa Heilögum anda að fylla okkur með nýju viðhorfi og fyrirætlunum; þá mun uppspretta orða okkar verða hrein.

Pontíus Pílatus, ríkisstjórinn í Júdeu, stóð á krossgötum þegar Kristur var færður fyrir hann.  Örlög hins eina sanna sonar Guðs var í hans höndum.  Þessi sami Jesús, sem aðeins viku áður framkvæmdi lækningakraftaverk og undur stóð frammi fyrir lýðnum, sem krafðist dauða hans. Pílatus yfirheyrði Jesú, spurði hann ýtarlega út úr og fann ekki neitt sem gat réttlætt krossfestingu hans og dauðadóm. En í stað þess að taka afstöðu eins og sönnum leiðtoga sæmir – í stað þess að taka óvinsæla ákvörðun og leyfa þessum saklausa manni að fara leiðar sinnar, þá lét Pílatus undan svívirðilegum óhæfuverkum mannfjöldans. (Mark 15: 1-15)

Lýðurinn gaf lausan alræmdan gæpamann og dæmdi þennan saklausa mann til að deyja á krossi – einum kvalafyllsta dauða sem til er.  Pílatus kannaðist við óréttlætið. En frammi fyrir fólkinu þvoði hann hendur sínar af blóði Jesú Krists og leyfði að hann yrði tekinn af lífi (Matt 27:24).

Í hinni mestu þverstæðu sem til er, notaði Drottinn neitun Pílatusar og mistök hans til að til að gera það sem rétt var og framkvæma áætlun sína varðandi frelsisverkið.  

Með guðlegri forsjá leit Guð á hjarta Pílatusar og vissi, að um leið og lýðurinn beitti hann þvingunum, þá myndi þessi maður gefa eftir kröfum fjöldans.

Þegar Guð kallar okkur lærisveina sína fram, þegar hann kallar okkur til að gefa út óvinsælar yfirlýsingar, þá getum við ekki “þvegið hendur okkar og gengið burt frá  ábyrgðinni sem þeim fylgir“.  Leiðtogar og lærisveinar munu standa á einhverjum tímapunkti frammi fyrir því að hafa ekkert annað val en að standa gegn straumnum og gera það sem rétt er.

Strax við tólf ára aldur lagði Jesú við hlustir og spurði spurninga.  Hann lagði þetta í vana sinn og brá aldrei út af honum. Áður en hann þjónaði til fólksins eða sagði því frá guðsríkinu, þá tók hann sér tíma til þess að hlusta.  Hann vissi það, að til þess að ná til hjarta fólksins, þurfti hann að nota eyrun – hlusta, líkt og hann gerði í Jerúsalem á páskahátíðinni, þá 12 ára gamall –“Þar sat hann mitt á meðal lærifeðranna, hlýddi á þá og spurði þá.” Lúk 2:42-52

Fyrst af öllu mætti Jesú alltaf einhverri þörf – þannig tengdist hann fólki – með þjónshlutverkinu.  Hann nálgaðist það ætíð með þeim ásetningi að uppfylla þarfir þess, áður en hann óskaði eftir fylgi þess og hlýðni við sig.  Eftir að hann leysti andsetna manninn í Gerasena , þá vildi hann gera eitthvað fyrir Jesú í staðinn – vildi fá að vera með honum.  Jesús sagði honum að halda til síns heimabæjar og prédika fagnaðarerindið.  Maðurinn gerði það, en það voru hans viðbrögð við þjónustu og fræðslu Jesú í því að tengjast fólki.  Þakklæti fylgir oftast í kjölfarið á náð.  Lítum aðeins á nokkur dæmi um það hvernig Jesú nær tengslum við fólk með gjöf náðarinnar - og hver viðbrögðin eru við henni.

Dæmi um tengingu Jesús við fólkið og viðbrögð þess:

  • Jesús hastaði á vindinn- lægði hafið.

Þeir voru sendir út.

  • Jesús leysti andsetna manninn.

Hann fór að prédika.

  • Jesús læknaði konu sem var með blóðlát.

Hún fór með friði Guðs.

  • Jesús reisti dóttur Jaírusar frá dauðum.

Hann þjónustaði og nærði.     Lúk 8: 24 - 55

0 comments

Commenti


bottom of page